Körfuboltaæfingar tímabilið 2024-2025 hjá yngri flokkum UMFN hefjast 21. ágúst og 2. september næstkomandi. 9. flokkur og eldri hefja æfingar 21. ágúst en deildarkeppnir í þeim flokkum fara af stað strax í septemberbyrjun. Leikjadagskrá í deildarkeppni yngri flokka má nálgast her.
Æfingar hjá 8. flokki og yngri hefjast svo 2. september en keppnisdagatal KKÍ má nálgast hér með yfirliti yfir fjölliðamót vetrarins.
Staðsetningar móta mb 10 og 11 ára og 7. og 8. flokks
Opin yngri flokka mót félaganna 2024-2025
Á næstu dögum verða þjálfarar tímabilsins kynntir til leiks sem og æfingatafla tímabilsins. Barna- og unglingaráð UMFN vill taka sérstaklega fram að æfingataflan er til bráðabirgða og í fyrstu verður æft í Ljónagryfjunni og Akurskóla uns opnað verður fyrir æfingar í Stapagryfjunni. Ráðgert er að það verði um 1. október og þá verður ný æfingatafla tekin í gagnið.
Boðið verður upp á forskráningar fyrir tímabilið en það er einnig alltaf hægt að skrá sig hér á heimasíðu UMFN uppi í hægra horni í flipanum „skráning iðkenda.”
Komdu í körfu! Með Njarðvík