Áttundi flokkur sýndi flottar rispur í ValsheimilinuPrenta

Körfubolti

Fyrsta fjölliðamótið hjá 8.flokki kvenna fór fram í Valsheimilinu síðustu helgi. Ein af breytingum sumarsins fyrir þetta tímabil er m.a. sú að nú eru fjölliðamótin í 7. og 8. flokki leikin í öllum riðlum á sama keppnisstað. Framkvæmd mótsins gekk vel og eiga Valsmenn skilið þakkir fyrir góða umgjörð á mótinu.

„Stelpurnar sýndu góða orku á mótinu síðustu helgi, hlupu gólfið vel og náðu oft að sýna öflugan varnarleik. Enn er næg vinna framundan og við bíðum spennt eftir næsta móti,” sagði Bruno Richotti annar tveggja þjálfara hópsins en með honum er Bylgja Sverrisdóttir.

Mynd/ Bylgja: Tuttugu stelpur frá Njarðvík á fyrsta fjölliðamóti vetrarins.