Baráttan um bæinn í Bónusdeild kvenna í dagPrenta

Körfubolti

Líflegur laugardagur í vændum, Reykjanesbæjarrimma gegn Keflavík á Sunnubrautinni í Bónusdeild kvenna og þar strax á eftir stuðningsmannakvöld Njarðvíkur í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík!

Ljónynjurnar heimsækja Keflavík í Blue-höllina kl. 17:15 í dag í sjöttu umferð deildarinnar. Njarðvík, KR, Valur og Grindavík hafa öll 8 stig á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir og Keflavík er í 5.-6. sæti ásamt Haukum með 6 stig.

Það er útkall á alla Njarðvíkinga að mæta og styðja stelpurnar til sigurs, viðureignir liðanna síðustu árin hafa verið mikil skemmtun og von á góðri glímu í dag. Fyrir þá sem eiga ekki heimangegnt á leikinn þá verður hann í beinni á SÝN Sport Ísland.

Fyrir þá sem eiga eftir að panta sér miða á stuðningsmannakvöldið er hægt að hafa samband við korlygsdottir@gmail.com