Lokaumferðin í deildarkeppni Bónusdeildar kvenna fer fram í kvöld. Þegar eru tvö lið sem hafa lokið deildarkeppninni en það eru Grindavík og Stjarnan. Ljóst er að bæði lið munu leika í B-hluta deildarinnar nú þegar henni verður skipt upp eftir kvöldið. Ljónynjur eiga möguleika á því að koma sér upp í 2. sæti deildarinnar þegar þær taka á móti Þór Akureyri í IceMar-Höllinni kl. 19:15. Bæði lið hafa 24 stig í 2-.3. sæti deildarinnar og því ljóst að sigurvegari kvöldsins lýkur deildarkeppninni í 2. sæti áður en skipt verður í A og B hluta í deildinni.
Haukar hafa þegar tryggt sér efsta sætið í deildarkeppninni en deildarmeistari verður ekki krýndur fyrr en að lokinni einfaldri umferð í A hluta deildarinnar. Það verða síðan öll 5 liðin í A-hluta og þrjú efstu liðin í B-hluta sem munu skipa úrslitakeppnina.
En nú er lag að fjölmenna í IceMar-Höllina því Blikksmiðja Suðurnesja, Grjótgarðar og Rafholt ætla að bjóða öllum frítt inn á leikinn og eru vallargestir hvatti til þess að mæta í grænu og láta vel í sér heyra enda von á miklum slag í kvöld.
Hér að neðan sjáum við svo stöðuna fyrir kvöldið áður en deildinni er skipt upp:
Örugg í A-hluta deildarinnar
Haukar
Þór Akureyri
Njarðvík
Keflavik
Tindastóll/Valur?
Það eru síðan Valur eða Tindastóll sem munu ná 5. sætinu og leika í A-deild en það skýrist endanlega í kvöld. Valur heimsækir Hamar/Þór Þ. og Tindastóll mætir Haukum. Valur hefur 14 stig en Tindastóll 16 stig. Tindastól dugir sigur til að gulltryggja sætið sitt í A-hluta. Ef bæði Valur og Tindastóll tapa þá er Tindastóll uppi, ef Tindastóll tapar og Valur vinnur þá eru Valskonur uppi þar sem Valur vann báða deildarleikina gegn Tindastól og hefur því betur innbyrðis.
Örugg í B-hluta deildarinnar
Tindastóll/Valur
Stjarnan
Grindavík
Hamar/Þór Þ.
Aþena
Fyrir fánann!


