Kristinn Pálsson hefur ákveðið að taka slaginn á öðrum miðum næstu leiktíð. Hann samdi í dag við Grindavík og mun því mæta Njarðvík á næstu leiktíð í Domino´s-deild karla.
Kristinn hefur verið lykilmaður í Njarðvík síðustu tvö tímabil og er uppalinn hjá félaginu. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þakkar Kristni fyrir samstarfið síðustu árin og óskar honum velfarnaðar í sínum næstu verkefnum.