Viðureign okkar manna gegn Stjörnunni í Subwaydeild karla sem átti að fara fram á fimmtudagskvöld hefur verið frestað vegna smits í okkar röðum. Leikmaður Njarðvíkurliðsins hefur verið greindur með COVID-19 og hluti hópsins hefur verið settur í sóttkví og annar í smitgát.
Samkvæmt samskiptum við KKÍ hefur leikurinn gegn Stjörnunni verið færður aftar í mánuðinn en endanleg leikdagsetning liggur ekki fyrir. Leikur Vals og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins er þó enn samkvæmt áætlun 13. desember að Hlíðarenda.
Við sendum okkar mönnum í Njarðvíkurliðinu baráttukveðjur í glímunni við veiruna og hvetjum alla iðkendur félagsins til að vera duglega að huga að sóttvörnum.