Njarðvík og Álftanes mætast í sínum öðrum leik í 8-liða úrslitum í Bónusdeild karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.30 og fer miðasala á leikinn fram á Stubbur app.
Álftanes tók 0-1 forystu í einvíginu í fyrsta leik með 89-95 sigri í IceMar Höllinni. Nú er komið að okkar mönnum að jafna einvígið og því ákall til allra Njarðvíkinga að skella sér í grænt og fjölmenna út á Álftanes í kvöld og styðja okkar menn í því að jafna seríuna!
Heimamenn verða með hamborgara og sitthvað fleira á boðstólunum fyrir leik svo það er um að gera að mæta snemma.
Áfram Njarðvík!
