Fyrstu baráttunni um sæti í Domino´s-deild kvenna lauk í Njarðtaksgryfjunni í kvöld þar sem okkar konur tóku 1-0 forystu gegn Grindavík. Lokatölur 69-49 þar sem Chelsea fór mikinn með 30 stig og Vilborg sem var með færibandið í yfirvinnu skilaði 11 stoðsendingum og hótaði þrennu!
Glæsilegur sigur með sterkri frammistöðu í fyrri hálfleik, okkar konur voru helst til of rólegar í síðari hálfleik en voru þó ávallt við stjórnina.
Næsti leikur liðanna er 3. júní á heimavelli Grindvíkinga en þrjá sigra þarf í einvíginu til að vinna rimmuna og hljóta sæti í efstu deild.
Með ykkar stuðningi Njarðvíkingar þá eru okkur allir vegir færir og það var frábær stuðningurinn í þessum fyrsta leik rimmunnar. Sjáumst græn og væn í Grindavík!
Umfjöllun Karfan.is um leik kvöldsins
Myndasafn frá leiknum – Skúli Sigurðsson