Njarðvík 2-0 Keflavík: Leikur 3 í IceMar Höllinni í kvöld!Prenta

Körfubolti

Þriðja viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Bónusdeildar kvenna fer fram í IceMar Höllinni í kvöld, sunnudaginn 27. apríl kl. 19:15. Ljónynjurnar okkar leiða einvígið 2-0 og með sigri í kvöld tekst þeim að tryggja sér farseðilinn í úrslit Íslandsmótsins.

Miðasala fer fram á Stubbur app

Fyrsti leikur fór 95-80 í IceMar Höllinni og Njarðvík tók 1-0 forystu. Annar leikurinn var hjartastyrkjandi spennuviðureign þar sem okkar konur héldu vel á spilunum á lokaspretti leiksins og kláruðu leikinn 73-76 og staðan því 2-0. Leikir liðanna í vetur hafa verið hin besta skemmtun og því ráð fyrir bæjarbúa að fjölmenna á besta skemmstaðinn í kvöld.

Við minnum á að iðkendur KKD UMFN sem mæta í grænu/Njarðvikurfatnaði fá frítt inn í boði stjórnar.

Mætum græn í IceMar Höllina í kvöld og styðjum okkar konur til sigurs – fyrir fánann!