Njarðvík hefur tekið 2-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónusdeildar kvenna. Liðin mættust öðru sinni um helgina í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ þar sem Ljónynjurnar fóru með góðan 72-89 sigur af hólmi.
Dinkins var stigahæst í leiknum með 25 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Næst í röðinni var svo Paulina Hersler með 19 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.
Þriðji leikur liðanna fer fram í IceMar Höllinni miðvikudaginn 9. apríl þar sem okkar konur geta með sigri tryggt sér farseðilinn í undanúrslit Íslandsmótsins. Þá fyllir græna hjörðin húsið!
Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir eftir leik tvö í Garðabæ:
Karfan.is: Einum sigurleik frá undanúrslitum
Karfan.is: Gríðarlega ánægður með liðið mitt í dag
Mbl.is: Njarðvík komin í góða stöðu
Mbl.is: Þetta er það sem koma skal
Vísir.is: Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum
RÚV.is: Njarðvík nálgast undanúrslitin
Mynd/ Gunnar Jónatansson
