Njarðvík 2-0 Stjarnan: Þriðji leikurinn í IceMar Höllinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík og Stjarnan mætast í sínum þriðja leik í 8-liða úrslitum Bónusdeildar kvenna í kvöld 9. apríl kl. 19.30 í IceMar Höllinni í Njarðvík. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir ljónynjur og sigur í kvöld kemur okkar konum í undanúrslit. Garðbæingar eru ekki þekktir fyrir að selja sig ódýrt svo það er vissara að þétta grænar raðir á pöllunum og styðja vel við okkar konur.

Miðasala á leikinn fer fram á Stubbur app og má nálgast miðasöluna hér.

Að sjálfsögðu verða borgarar á boðstólunum fyrir leik og iðkendur í minibolta 9 ára og yngri ætla að fjölmenna á viðburðinn. Krakkarnir hefja daginn 17.30 í Akurskóla með bingó og fjöri og fara svo saman á leikinn og mynda skjaldborg um völlinn og taka þannig þátt í að setja sinn svip á leikinn.

Bónus-púttskotið verður á sínum stað þar sem veglegir vinningar verða í boði þannig það er nóg við að vera fyrir alla fjölskylduna á þessum glæsilega leikdegi. Sjáumst á besta skemmtistað bæjarins, IceMar Höllin í kvöld!

Áfram Njarðvík

Mynd/ Skúli Sig