Njarðvík hefur tekið 2-1 forystu í einvíginu gegn Fjölni í Subwaydeild kvenna eftir öflugan sigur í Dalhúsum í gærkvöldi. Lokatölur 51-72.
Aliyah Collier splæsti í myndarlega tvennu með 19 stig og 17 fráköst og næst henni var Lavina De Silva með 18 stig og 9 fráköst.
Leikur fjögur er á miðvikudag í Ljónagryfjunni miðvikudaginn 13. apríl kl. 20:15 og þá verður enn einn risaslagur. Við hvetjum Ljónahjörðina til að mæta og vera með læti. Áfram Njarðvík!
Myndasafn – Karfan.is/ Bára Dröfn
Umfjallanir helstu miðla eftir leik:
Karfan.is: Njarðvík einum leik frá úrslitaeinvíginu eftir sigur í Dalhúsum
Mbl.is: Öruggur sigur Njarðvíkur sem leiðir nú einvígið
Visir.is: Njarðvík tók forystuna eftir stórsigur í Dalhúsum
VF.is: Njarðvík vann Fjölni og er einum sigri frá úrslitum
Mynd með frétt – Bára Dröfn/ Lára sækir að Fjölnisvörninni í Dalhúsum