Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Rétturinn í Reykjanesbæ hafa endurnýjað samninginn sinn fyrir komandi leiktíð í Bónus-deild karla og kvenna.
Maggi og hans fólk á Réttinum hefur staðið myndarlega við bakið á íþróttahreyfingunni á Suðurnesjum síðustu árin. Rétturinn er við Hafnargötu 90 þar sem hægt er að fá heilbrigðan og góðan heimilismat í hádeginu alla virka daga.