Íslandsbanki og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hafa framlengt samstarfi sínu út tímabilið 2021-2022 en Íslandsbanki og Njarðvík hafa starfað mikið og vel saman síðastliðin ár.
Kristín Örlygsdóttir formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og Sighvatur Gunnarsson útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ skrifuðu undir nýtt samkomulag í vikunni.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur fagnar áframhaldandi samstarfi við Íslandsbanka enda einkar mikilvægt í sjálfboðaliðahreyfingu á borð við íþróttahreyfinguna að hafa traust og góða bakhjarla í starfinu.