Úrslitakeppnin hefst í kvöld: Njarðvík-StjarnanPrenta

Körfubolti

Í kvöld hefst úrslitakeppnin í Bónusdeild kvenna og sú fyrsta sem fer fram í IceMar Höllinni hjá okkur Njarðvíkingum! Ljónynjur mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í undanúrslit. Fyrsta viðureign liðanna í seríunni er í kvöld kl. 19.30 þar sem Njarðvík er með heimavallarréttinn, luku leik í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan lauk leik í 7. sæti deildarinnar.

Það verður líf og fjör í IceMar Höllinni í kvöld, FanZone og hamborgarar frá kl. 18.00 og svo leikur kl. 19.30. Nælið ykkur í miða á Stubbur app! Í kvöld þá mæta allir grænir í stúkuna og láta vel í sér heyra með því að taka vel undir með trommusveitinni.

Njarðvík og Stjarnan mættust tvívegis í deildarkeppninni. Njarðvík vann fyrri leikinn í Umhyggjuhöllinni 77-89 í nóvembermánuði. Stjarnan kom svo í heimsókn í IceMar Höllina í janúar þar sem Ljónynjur höfðu aftur sigur og nú 101-93. En eins og flestum er kunnugt er deildarkeppnin að baki og nýtt skrímsli vaknað sem er sjálf úrslitakeppnin. Græna hjörðin lætur sig ekki vanta – sjáumst á besta skemmtistað bæjarins í kvöld!

Fyrir fánann og UMFN – Áfram Njarðvík!