Mánudaginn 14. október næstkomandi mun ný æfingatafla taka gildi þar sem æfingar hefjast í IceMar-Höllinni við Stapaskóla. Það er loksins komið að því að yngri flokkar Njarðvíkur hefji starfsemi í nýju og glæsilegu íþróttahúsi og ljóst að margir iðkendur og stuðningsmenn eru orðnir spenntir að fá að litast um og kynnast nýja húsinu okkar.
Æfingatöfluna má nálgast í hlekk hér að neðan en við viljum minna alla á að æfingataflan er kynnt til bráðabirgða næsta mánuðinn eða svo. Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur áskilur sér rétt til þess að gera nauðsynlegar breytingar á töflunni ef þörf þykir.
Unglingaráð mun áfram nýta Ljónagryfjuna og Akurskóla vel til æfinga en með nýrri töflu tókst að færa allar helgaræfingar yfir á virka daga.
Þjálfarar í unglingaráði eru einkar spenntir að fá að taka á móti iðkendum strax næsta mánudag og þá verður Abler einnig uppfærður samkvæmt nýrri töflu.
Við hvetjum alla krakka til þess að prófa að mæta á æfingar, það er öllum velkomið að prófa og allir velkomnir. Áfram Njarðvík.
Ný æfingatafla fyrir IceMar-Höllina, Ljónagryfjuna og Akurskóla