Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur heimsótti nýverið yngstu bekkina í Stapaskóla og Akurskóla í Innri-Njarðvík. Þjálfararnir Agnar Mar Gunnarsson og Bruno Richotti færðu þá nemendum í 1.-4. bekk myndarleg bókamerki fyrir skólabækurnar.
Bókamerkin eru nokkuð sniðug fyrir utan hina hefðbundnu notkun en þar er hægt að skanna QR-kóða og sjá æfingatöflu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Við hvetjum alla krakka til að koma og prófa æfingar og senn líður að því að æfingar muni einnig fara fram í nýju Stapagryfjunni.
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þakkar Akurskóla og Stapaskóla fyrir góðar mótttökur – komdu í körfu!