Yngsti leikmaðurinn sem hefur gert leikmannasamning viðPrenta

Fótbolti

Pálmi Rafn Arinbjörnsson skrifaði undir leikmannasamning við Njarðvík, Pálmi Rafn er yngsti leikmaðurinn sem félagið hefur samið við. Pálmi Rafn sem verður 15 ára í nóvember er efnilegur markvörður og á að baki einn landsleik með U – 15 í vetur. Hann hefur staðið á milli stanganna bæði í 3. flokki og 2. flokki.

Við óskum Pálma Rafni til hamingju með áfangann

Mynd/ Pálmi Rafn með þjálfurum meistaraflokks Rafni og Snorra Má