Pálmi Rafn Arinbjörnsson skrifaði undir leikmannasamning við Njarðvík, Pálmi Rafn er yngsti leikmaðurinn sem félagið hefur samið við. Pálmi Rafn sem verður 15 ára í nóvember er efnilegur markvörður og á að baki einn landsleik með U – 15 í vetur. Hann hefur staðið á milli stanganna bæði í 3. flokki og 2. flokki.
Við óskum Pálma Rafni til hamingju með áfangann
Mynd/ Pálmi Rafn með þjálfurum meistaraflokks Rafni og Snorra Má