Stuðningsmannafélagið Njarðmenn
Njarðmenn er stuðningsmannafélag Knattspyrnudeildar Njarðvíkur sem var stofnað þann 15. janúar árið 2001.
Njarðmenn er í raun hópur ársmiðahafa hjá Knattspyrnudeildinni sem endurnýjast sjálfkrafa árlega – þó svo að sjálfsögðu er hægt að ganga í eða ganga úr Njarðmönnum hvenær sem er.
Njarðmenn eru gríðarlega mikilvægur hlekkur í rekstri Knattspyrnudeildar.
Til að kaupa árskort/ganga til liðs við Njarðmenn er bæði hægt að hafa beint samband við rekstrarstjóra Knattspyrnudeildar eða fjárfesta í árskorti gegnum Stubb.
Einnig er hægt að styrkja deildina með frjálsum framlögum, stórum sem smáum með að leggja beint inn á reikning deildarinnar, sem má sjá hér að neðan.
Kennitala 710192-2359 og reikningsnúmer 0121-05-412163.
Takk fyrir stuðninginn kæri Njarðvíkingur!