Eftirfarandi verð og skilmálar gilda um æfingagjöld hjá Knattspyrnudeild Njarðvíkur. Allir iðkendur eiga að skrá sig til þátttöku og greiða æfingagjöld. Starfsárið er frá 4. september 2023 til 1. september 2024 og dugir að skrá iðkendur einu sinni fyrir allt árið. Allar skráningar fara í gegnum SPORTABLER skráningarkerfið sem hægt er að nálgast hérna Skráningarkerfi UMFN .

Nýskráning – Leiðbeiningar

Skráningar og æfingagjöld
Opið er fyrir skráningar frá 9. september 2022. Greitt er með kreditkorti eða greiðsluseðlum sem birtast eingöngu í netbönkum. Hægt er að dreifa greiðslum innan hvers tímabils bæði með kreditkorti eða greiðsluseðlum niður á mest 11 mánuði. Fjölda mánaða til að skipta niður greiðslum fækkar við hvern liðinn mánuð.

Systkinaafsláttur er 15%.  Enginn afsláttur er veittur á fyrsta barn, þegar barn tvö er skráð þá reiknast 15% afsláttur á vegið meðaltal barns eitt og tvö. Þegar þriðja barnið er skráð þá  reiknast afsláttur á vegið meðaltal barns tvö og þrjú.
Ath enginn systkinaafsláttur í 8. Flokki nema innan námskeiðs, 15% afsláttur á barn innan námskeiðs, til að virkja þann afslátt þarf að hafa samband með því að senda póst á hamundur@umfn.is.

Deildin áskilur sér rétt til að skrá iðkendur sem ekki sinna skráningu. Iðkandi telst hafa hafið æfingar frá þeim tíma sem hann er skráður við æfingar hjá þjálfara.

Ef iðkandi hættir iðkun fellur greiðsla niður frá næstu mánaðarmótum eftir að foreldri/forráðamaður hefur tilkynnt að iðkandi er hættur. Forráðamaður skal tilkynna að barn sitt sé hætt iðkun með því að senda tilkynningu um það tölvupóst á netfang hamundur@umfn.is. Ekki nóg að segja þjálfurum frá að viðkomandi sé hættur.

Þeir foreldrar/forráðamenn sem lenda í vandræðum með skráningu er bent á hjálparsíðu sportabler eða hafa samband á netfangið hamundur@umfn.is.

Þeir sem ekki eru í stakk búnir að kljúfa þær greiðslur sem deildin setur er bent á að sinna samt skráningu á skrifstofu deildarinnar. Því engum verður meinað að æfa. Við finnum alltaf einhver ráð og farið er með þau mál sem trúnaðarmál.

Skrifstofa knattspyrnudeildar er með netfangið njardvikfc@umfn.is

Gjaldskrá 2023 – 2024
* Mánaðargjöld eru miðuð við 11 mánaða dreyfingu á árgjaldi.

Flokkar Árgangar Árgjald Mánaðargjald
2. flokkur kk 2005 – 06 – 07 140.000 kr 12.728 kr.
3. flokkur kk og kvk 2008 – 2009 140.000 kr 12.728 kr.
4. flokkur kk og kvk 2010 – 2011 140.000 kr 12.728 kr.
5. flokkur kk og kvk 2012 – 2013 130.000 kr 11.819 kr.
6. flokkur kk og kvk 2014 – 2015 120.000 kr 10.910 kr.
7. flokkur kk og kvk 2016 – 2017 90.000 kr 8.182 kr.
8. flokkur kk og kvk 2018 – 2020 70.000 kr. 6.364 kr.

8.flokkur er fyrir börn, bæði drengi og stúlkur á leikskólaaldri fædd árin 2018 og 2020. Æft tvisvar í viku.

MUNA EFTIR FRÍSTUNDASTYRK/HVATAGREIÐSLU!
Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar

Aðrar upplýsingar

Ferðakostnaður og mótakostnaður
Er greiddur af iðkendum, kostnaðurinn er misjafn eftir í hvaða flokki iðkandi er og hver verkefnin eru. Knattspyrnudeildin greiðir kostnað þjálfara í keppnisferðum, ekki í einstökum mótum.

Samstarf við foreldra
Knattspyrnudeildin mun funda með foreldrum í öllum flokkum og þar eru ákvarðanir teknar um umfang verkefna hvers flokks. Einnig munum við fá foreldra til að mynda með okkur foreldra ráð fyrir hvern flokk sem vinnur með stjórn og þjálfara að móta þau verkefni og málefni sem snúa að hverjum flokk fyrir sig og að koma að verkefnum sem deildin stendur fyrir.

Keppnisbúningur
Allir keppnisbúningar eru í eigu iðkenda. Keppnisbúningurinn er græn treyja, grænar stuttbuxur og hvítir sokkar (engir aðrir litir leyfðir). Treyjan er stutterma og ef notaður er undirbolur þá á hann að vera grænn. sér um sölu á keppnisbúningum, allar upplýsingar fást hjá skrifstofu deildarinnar eða á njardvikfc@umfn.is

Allir nýir iðkendur þurfa að óska eftir númeri á keppnisbúning og æfingafatnað. Það er gert með því að hafa samband við Macron Suðurnes og þeir eru með yfirlit yfir það hvaða númer eru laus.

620 6220- sala@macronsudurnes.is

Félagsgallinn
Allir iðkendur þurfa að eiga félagsgallann og er skilt að mæta með hann á keppnisstað, til að nota við upphitun svo og til að halda á sér hita í hléum á keppnisstað.
Sjá annars undir Vörur hér á heimasíðunni.