Njarðvík og Cibona Zagreb: Evrópuævintýri Njarðvíkinga

Grænir búningar UMFN – Upphaf þeirra

Frásögn frá Gunnari Þorvarðasyni:
– Það var í nóvember 1973 að ég og Brynjar Sigmunds vorum valdir í landsliðshóp sem fór til USA í tæpar 5 vikna æfingaferð. Leikið var við um 16 háskólalið  af ýmsum styrkleika. Þar á meðal Maryland, Duke og Wake Forest. Einnig var farið vítt og breitt um Illinois, Iowa og Minnesota.  Á einu staðnum kom náungi sem seldi íþróttavörur og bauð hópnum ýmsar íþróttavörur til sölu og þar á meðal keppnisbúninga. Við Brynjar vorum í stjórn deildarinnar, ég gjaldkeri og Brynjar stjórnarmaður. Þar sem tími var kominn á búningaskipti hjá okkur vildum við skoða málið. Við þurftum alltaf að kaupa tvö sett fyrir tímabilin eitt hvítt og eitt blátt sem eru félagslitirnir, þar sem ÍS ( íþróttafélag stúdenta ) lék í bláu og ÍR í hvítu. Við vildum spara vegna þess að lítið var af peningum á þessum tíma til að reka deildina. Við ákváðum þá að finna lit sem ekkert líð í efstu deild notaði. Það voru nokkrir litir sem komu til greina. Við Brynjar vorum harðir stuðningsmenn Boston Celtics og völdum  græna litinn J. Síðan þá hefur liðið spilað í grænu, fyrir utan eitt tímabil minnir mig .

————————————————————————————————————————————————–
Afhverju Ljónagryfjan?


Elstu heimilidir þess sem fundist hafa sýna það að Jón Sigurðsson leikmaður Ármanns árið 1976 hafi komið á viðurnefninu “Ljónagryfjan” á íþróttahús okkar Njarðvíkinga. Eftir leik sem að Ármenningar höfðu sloppið með sigur lét hann þau fleygu orð falla að hafa verið sáttur með að “sleppa lifandi úr ljónagryfjunni”