17. júní hlaupiðPrenta

Fótbolti
17.06.2016 – 17. júní hlaup UMFN
Hið árlega 17. júní hlaup Ungmennafélags Njarðvíkur verður haldið föstudaginn 17. júní nk. Ungmennafélag Njarðvíkur stóð fyrst fyrir hlaupinu árið 1977 og hefur skipulagt um árabil. Að þessu sinni er framkvæmdin í höndum knattspyrnudeildar UMFN. Boðið er upp á hressingu eftir hlaupið.

Tímasetning
Hlaupið hefst að vanda stundvíslega kl. 11:00 við Stapann.

Vegalengdir
5 km með tímatöku
Krakkahlaup 1 km

Kort af leiðinni

hlaupaleið
Skoða 17. júní hlaup UMFN á stærra korti.

Flokkaskipting
Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum, sjá eftirfarandi lista:

  • 14 ára og yngri
  • 19 ára og yngri
  • 20-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri

Skráning
Forskráning á hlaup.is. Skráning á netinu er opin til kl. 23 fimmtudaginn 16. júní.

Þátttökugjald
Þeir sem skrá sig á hlaup.is fyrir kl. 23:00 þann 16. júní:

  • Frítt fyrir 14 ára og yngri (f. 2002 og síðar)
  • 1.000 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2001 og fyrr)

Skráning á staðnum á hlaupdag föstudaginn 17. júní:

  • Frítt fyrir 14 ára og yngri (f. 2002 og síðar)
  • 2.000 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2001 og fyrr)

Verðlaun
Verðlaun eru veitt fyrir efsta sætið í karla- og kvennaflokki í 5 km hlaupinu.

Upplýsingar
Nánari upplýsingar á skrifstofu knattspyrnudeildarinnar s. 421-1160 og með tölvupósti á njardvikfc@umfn.is.