17. júní-kaffi körfuknattleiksdeildar UMFNPrenta

Körfubolti

Hið árlega 17. júní kaffi körfuknattleiksdeildar UMFN fer fram í Njarðvíkurskóla frá kl. 14-17 á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Sem fyrr verða kræsingarnar af ýmsum toga og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangseyrir:
Fullorðnir kr. 1500,-
Börn 6-18 ára kr. 500,-

Kaffisamsætið er ómissandi þáttur í hátíðarhöldum 17. júní enda fagnar enginn þjóðhátíðardeginum á tómum maga.

Viðburður-Facebook

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn KKD UMFN