8. flokkur karla upp í A-riðilPrenta

Körfubolti

Um síðastliðna helgi öttu piltarnir í 8.flokk kappi í B-riðli. Sigur vannst í öllum leikjum helgarinnar.

Njarðvík 47 – 26 KR
Piltarnir byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega og voru undir 0-10, þar sem leikmenn KR stóðu sig mjög vel. En strax í 2.leikhluta réttu okkar menn úr kútnum og staðan 10-12 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo eign Njarðvíkinga þar sem þeir skoruðu 37 stig gegn 16 stigum KR. Lokatölur 47-26.
Stigaskor: Róbert 21, Elías 15, Brynjar 3, Guðjón Logi 2, Ingólfur 2, Sigurður 2 og Kristófer 2.

Njarðvík 39 – 37 Ármann
Vel leikandi lið Ármanns veittu okkar mönnum hörkukeppni í seinni leik laugardagsins. Okkar drengir skoruðu síðstu 4 stig leiksins og vannst leikurinn með tveggja stiga mun 39 – 37.
Stigaskor: Róbert 12, Elías 9, Guðjón Helgi 6, Sigurbergur 5, Sigurður 4 og Kristófer 3

Njarðvík 63 – 32 ÍA
Okkar menn spiluðu frábæran liðsbolta gegn skagamönnum í fyrri leik sunndags. Varnarleikurinn var mjög góður sem skilaði einnig auðveldum körfum.
Stigaskor: Róbert 15, Sigurbergur 14, Elías 9, Guðjón Helgi 8, Brynjar 6, Sigurður 5, Guðjón Logi 4, Ingólfur 1 og Kristófer 1.

Njarðvík 55 – 26 ÍR
Síðasti leikur helgarinnar var gegn liði ÍR. Segja má að leikurinn gegn ÍR hafi verið fullkomið framhald frá leiknum gegn ÍA fyrr um daginn. Frammistaða og barátta til fyrirmyndar.
Stigaskor: Róbert 16, Sigurbergur 8, Elías 6, Guðjón Helgi 6, Ingólfur 6, Sigurður 4, Guðjón Logi 3, Kristófer 2 og Shahid 2.

Þá er ljóst að 8.flokkur karla mun leika í A-riðli á næsta fjölliðamóti.