8 og 10 flokkur kvenna íslandsmeistararPrenta

Körfubolti

Flottur árangur hja kvenna flokkunum okkar 8 flokkur kvenna urðu íslandsmeistarar. Þær spiluðu til úrslita við Grindavík og unnu í hörkuleik 19-13 eftir að hafa verið undir í hálfleik 2-8 stelpurnar unnu 19 leiki af 20 í vetur. Stelpurnar eru með 2 lið í 8 flokki kvenna A og B lið, B liðið var einum sigri frá því að fara upp í B riðil.
Frábær árangur í vetur hjá þessum flottu stelpum.

18575111_10211591002623491_2136838477_o

 

10 flokkur kvenna varð íslandsmeistari síðustu helgi þær spiluðu undanúrslita leik á flúðum við Keflavík á laugardeginum og unnu í hörku leik 40-31 og svo mættu þær Grindavík í úrslitaleik á sunnudeginum og unnu 60-44 Njarðvíkur stelpurnar voru sterkari aðilinn allan leikinn þær mættu algjörlega tilbúnar í þennan úrslitaleik og gáfu ekkert eftir þær spiluðu virkilega vel saman og vörnin var alveg frábær. Þrátt fyrir áhlaup Grindvíkinga í fjórða leikhluta þegar þær náðu að minnka muninn í 4 stig þá gáfu Njarðvikurstelpurnar bara í og unnu sannfærandi sigur. Alexandra Eva Sverrisdóttir var valin maður leiksins í úrslitaleiknum hún endaði leikinn með 21 stig 15 fráköst og 14 stoðsendingar og 30 framlagspunkta. Þessir hópar hafa æft saman í vetur vel yfir 20 stelpur og gengið mjög vel.

18623036_10211590997823371_1035083118_n
þetta er metnaðarfullur hópur sem leggur mikið á sig stór hluti af stelpunum hefur stundað morgunæfingar í allan vetur hjá Loga Gunnarssyni. Það er gama að vinna með svona hóp sem leggur mikið á sig og eru tilbúnar að leggja mikið á sig fyrir liðið sitt. Virkilega samstilltur hópur í báðum liðum og hafa æft lengi saman.
 
Þjálfararar stelpanna í vetur voru Bylgja Sverrisóttir, Jóhannes Albert Kristbjörnsson, Ásgeir Guðbjartsson.