Prenta

Fótbolti

Heiðursgestir á leik Njarðvíkur og Ægis í gærkvöldi voru leikmenn hins sigursæla liðs Njarðvíkur sem unnu 3. deild (nú 2. deild) árið 1981. Í þessum hópi voru margir frábæri knattspyrnumenn. Margir þessara leikmanna létu ekki staðar numið þegar þeir hættu að spila knattspyrnu, heldur tóku til við að vinna fyrir UMFN. Sem formenn félagsins, formenn deilda, þjálfarar og öflugir stuðningsmenn. Ekki má gleyma þjálfaranum Mile Krsta Stanojev, sem kom með nýjar áherslur í fotboltann í Njarðvík, frábær þjálfari þar á ferðinni.

Alls mættu tólf að þeim sem voru í liðinu og stjórn á þessum tíma og vill stjórn deildarinnar þakka þeim sérstaklega fyrir komuna.

Hér er hægt að lesa umfjöllun úr Skinfaxa frá árinu 1982 og mynd af meistaraliðinu

meistara 1981