Þann 19. október klukkan 11:30-12:30 verður haldinn æfingadagur í Vatnaveröld. Æfingadagurinn er fyrir sundmenn í Sprettfiskum, og Flugfiskum.
Þetta er gott tækifæri til að æfa sig að synda í 25 metra sundlaug þar sem það er stutt í Speedomót ÍRB þann 2. nóvember.
Við viljum hvetja alla sem geta mætt að koma og hafa gaman saman.