Aftur á toppinn á nýjan leik!Prenta

Fótbolti

Njarðvíkingar sigruðu lið ÍR nokkuð sannfærandi 3-0 á Rafholtsvellinum í gærkvöldi og tylltu sér á topp deildarinnar.

Okkar menn byrjuðu vel og gerðu 2 mörk á fyrstu 20 mínútunum, en það var nýgiftur Dominik Radic sem setti það fyrsta á 4. mín áður en Arnar Helgi stangaði boltann í netið eftir um 20 mínútna leik.
Dominik batt síðan endahnútinn á leikinn með marki eftir góðan undirbúning Amin Cosic á 87. mín og 3-0 sigur staðreynd.

Njarðvík tyllir sér því á toppinn á nýjan leik, að minnsta kosti tímabundið með 16 stig eftir 7 leiki spilaða, en Fjölnir fylgir fast á hæla Njarðvíkur með 14 stig í 6 leikjum spiluðum.

Næsti leikur er gegn Gróttu þann 19. júní úti á Seltjarnarnesi, og þar á eftir fylgir stór nágrannaslagur við Keflavík úti í Keflavík þann 26. júní.
Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna á þessa leiki!

Áfram Njarðvík!

Alla umfjöllun um leikinn má finna hér:

Skýrsla fotbolti.net
Viðtal fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Viðtal fotbolti.net við Dominik Radic
Leikskýrsla KSÍ
Stöðutafla Lengjudeildarinnar
Leikurinn í heild á Youtube
Umfjöllun Víkurfrétta