Aron Snær kveðurPrenta

Fótbolti

Aron Snær kveður Njarðvík!

Aron Snær Friðriksson hefur ákveðið að leita á ný mið, og mun yfirgefa Njarðvíkurliðið.

Aron gekk til liðs við okkur Njarðvíkinga fyrir tímabilið 2024 og lék með okkur tvær leiktíðir í Lengjudeildinni. Alls stóð Aron í markinu í 50 leiki í heildina fyrir Njarðvíkurliðið.

Aron stóð sig vel innan sem utan vallar fyrir félagið vill Knattspyrnudeildin koma þökkum til Arons fyrir framlag sitt til félagsins, óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum og við hlökkum til að sjá hann á JBÓ vellinum næsta sumar.

Áfram Njarðvík!