Baráttan um bæinn! Keflavík-Njarðvík í kvöldPrenta

Körfubolti

Grænir og vænir arka yfir til Keflavíkur í kvöld þegar „El Clasico“ íslenska körfuboltans fer fram. Stórveldin mætast kl. 19:15 úti í Keflavík í þessari 20. umferð Domino´s-deildarinnar.

Vart þarf að fjölyrða um stærð viðureignarinnar og því væntum við þess að það mæti allir grænir og styðji myndarlega við bakið á okkar mönnum enda tvö mikilvæg stig á ferðinni.

#ÁframNjarðvík
#ReppaGrænt