Í gær lauk hefðbundinni deildarkeppni Lengjudeildarkarla þar sem okkar menn sigruðu Grindavík 3-0 í síðasta leik deildarinnar.
Njarðvíkingar enduðu því í 2.sæti deildarkeppninnar með 43 stig og +25 í markatölu sem er besti árangur í sögu félagsins.
Nú hinsvegar hefst ný keppni og umspil bíður okkar Njarðvíkinga þar sem við mætum nágrönnum okkar úr Keflavík sem enduðu deildarkeppnina í 5.sæti.
Framundan eru tveir leikir, fyrst úti í Keflavík kl 16:45 nk. miðvikudag – og seinni leikurinn á JBÓ vellinum okkar í Njarðvík sunnudaginn 21. september kl 14:00.
Liðið sem hefur betur úr viðureignunum tveimur tryggir sér miða á Laugardalsvöll í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar.
Við skorum á alla bæjarbúa að troðfylla vellina í þessum tveimur risaleikjum sem framundan eru og styðja sín lið.
Áfram Njarðvík!