Njarðvíkingar verða reglulegir gestir í Laugardalshöll næstu daga en fjögur Njarðvíkurlið munu taka þátt í bikarviku KKÍ í Laugardalshöll. Meistaraflokkur karla mætir KR í undanúrslitum Geysisbikarsins og þá eru unglingaflokkur karla, 10. flokkur kvenna og 9. flokkur kvenna búnir að tryggja sér sæti í úrslitum bikarsins.
Fyrir þá sem hafa ekki tryggt sér miða á undanúrslit í meistaraflokki karla þá er það gert hér á þessari slóð:
https://tix.is/is/specialoffer/elyyq3j3kssug
Í gegnum þessa slóð rennur allur söluágóði miðanna óskiptur til Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Þriðjudagur 12. febrúar – miða og bolasala í Ljónagryfjunni 19:30
Þriðjudaginn 12. febrúar verða miðar í Laugardalshöll til sölu í Ljónagryfjunni (fullorðinsmiðar – barnamiðar seldir á slóðinni hér að ofan). Þá verða nýju stuðningsmannabolirnir einnig til sölu og það er ekki ósennilegt að leikmenn liðsins verði á svæðinu til að taka á móti gestum sem eru að græja sig í Höllina.
Sætaferðir!
Shuttle Iceland ( Shuttle.is ) mun bjóða upp á sætaferðir á leikinn fyrir stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins. Almennt sætaverð með Shuttle Iceland verður 1500 kr. á mann og verður lagt af stað frá Ljónagryfjunni kl. 18.30 á leikdegi. Bóka þarf sæti hjá info@shuttle.is og fá staðfestingu um að sæti hafi verið skráð á viðkomandi. Hægt er að senda inn bókanir núna.
Stuðningsmenn koma saman í anddyri nýju Laugardalshallar
Stuðningsmenn Njarðvíkur geta á leikdegi komið saman frá kl. 19:00 í anddyri nýju Laugardalshallarinnar. Þar verða stuðningsmannabolir til sölu en bolurinn kostar 3000 kr. Mætum græn! Þeir sem vilja kaupa boli áður en haldið verður í Laugardalshöll á fimmtudag geta haft samband í síma 8681061 (Jón Björn)
Meistaraflokkur karla: 14. febrúar kl. 20:15
Njarðvík – KR (undanúrslit)
10. flokkur kvenna: 15. febrúar kl. 18:00
Njarðvík – Grindavík (úrslit)
Unglingaflokkur karla: 17. febrúar kl. 14:35
Njarðvík – KR (úrslit)
9. flokkur kvenna: 17. febrúar kl. 19:00
Njarðvík – Keflavík (úrslit)
Miðaverð á úrslit yngri flokka er 1.000 kr. við hurð á leikdegi (eitt verð fyrir bæði fös. og sun.) Allir leikir vikunnar verða sýndir, bæði á RÚV og RÚV2 og einnig verða leikir á SportTV.is frá úrslitaleikjum yngri flokka.