Sala er hafin á aðgöngumiðum fyrir undanúrslit Geysisbikars karla en Njarðvík og KR mætast í undanúrslitum í Laugardalshöll þann 14. febrúar kl. 20:15. Sigurlið leiksins mætir ÍR eða Stjörnunni í bikarúrslitum þann 16. febrúar.
Miðasala er þegar hafin á Tix.is en Njarðvíkingar þið finnið ykkar miðasölugátt hér:
https://tix.is/is/specialoffer/elyyq3j3kssug
Miðaverð á undanúrslitin 2019:
2.000 kr. 16 ára og eldri
500 kr. 6-15 ára
Frítt fyrir 5 ára og yngri
Athugið að á slóðinni hér að ofan rennur allur ágóði miðasölunnar til Körfuknattleiksdeildar UMFN svo ljónahjörðin er eindregið hvött til þess að nota slóðina og tryggja sér miða.
Nánari upplýsingar varðandi undanúrslitin koma jafnt og þétt á miðlum KKD UMFN á næstu dögum.