Bikarsigur á AkranesiPrenta

Fótbolti

Sumar kanttspyrnuvertíðin fór af stað í þegar við heimsóttum Kára á Akranesi í fyrstu umferð Borgunarbikarsins. Það var strax ljóst að hér yrði um ekta bikarleik en Káramenn mættu okkur af fullu afli. Liðin skiptust á að sækja en við vorum fljótari til að skora þegar Harrison Hanley á 27 mín gott mark. Staðan í hálfleik 0 – 1.

Káramenn byrjuðu seinnihálfleik með látum og á 47 mín var dæmd vítaspyrna á okkur sem þeir skorðu úr. Við markið færðist mikill kraftur í heimamenn og þeir náðu yfirtökunum í leiknum án þess að ógna okkur hættulega. Sigurmark okkar kom svo á 88 mín þegar Harrison setti sitt annað mark af miklu harðfylgi. Við fengum í kjölfarið tvö góð færi sem hefðu átt að tryggja okkur öruggari sigur en Skagamönnum tókst ekki að ógna okkur neitt undir lokin svo 1 – 2 baráttusigur var í höfn.

Leikurinn í dag var hörku baráttu bikarleikur og við vorum ekki að sýna okkar sparihliðar mikið í dag, þó nokkru sinnum mátti glitta í þær. Markaskorarinn Harrison Hanley sem lék í dag sinn fyrsta mótsleik er 24 ára Kaliforníubúi sem ætlar að leika með okkur í sumar, hæfileikamikill leikmaður sem vonandi á eftir að styrkja okkar lið í baráttunni í sumar.

Með sigrinum tryggðum við okkur leik gegn 1. deildar liði Selfoss á Selfossi þriðjudaginn 10. maí í 32 liða úrslitum.

Leikskýrslan Kári – Njarðvík

Mynd/ Harrison Hanley