Bikarslagur Njarðvíkur og Keflavíkur í IceMar-Höllinni í dagPrenta

Körfubolti

16 liða úrslit í VÍS bikarkeppni kvenna hefjast í dag laugardaginn 7. desember og fara fram sex viðureignir. Grannaglíma okkar Njarðvíkinga gegn Keflavík verður í beinni útsendingu hjá RÚV en leikurinn hefst kl. 16.00 í IceMar-Höllinni og er fyrsta viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í húsinu svo mætið tímanlega og mætum græn!

Að sjálfsögðu verða gómsætir borgarar á boðstólunum fyrir leik og því er tilvalið að hefja daginn í Aðventugarði Reykjanesbæjar þar sem Njarðvíkingar verða með rjúkandi heitt kakó og sykurpúða og færa sig svo inn í hlýjuna og sjá besta kvennaboltann sem völ er á í dag.

Jólakúlan verður til sölu í Aðventugarðinum og á leik Njarðvíkur og Keflavíkur í dag. Tryggið ykkur eintak, ómissandi á hvert jólatré.