Bikarúrslit í dag! Allir grænir í HöllinniPrenta

Körfubolti

Maltbikarúrslitin fara fram í Laugardalshöll í dag. Karlaleikur KR og Tindastóls hefst kl. 13.30 og svo hefst nýársbomban okkar og innansveitarkrónikan þegar Njarðvíkurkonur mæta Keflavík kl. 16.30. Við minnum á að hægt er að ná sér í miða HÉR en allur ágóði miðasölunnar á netinu rennur óskiptur í starf KKD UMFN.

Leið okkar kvenna í úrslitin hefur verið mögnuð rússíbanareið. Í fyrsta leik bikarkeppninnar hafði Njarðvík 87-84 sigur á Stjörnunni og í 8-liða úrslitum var bikarskálin góða okkur hliðholl með heimaleik þar sem Njarðvíkurkonur lögðu spútniklið Breiðablik 77-74. Á fimmtudag í undanúrslitum buðu grænar svo aftur upp á öfluga frammistöðu með 75-78 sigri á Skallagrím. Nú er komið að sjálfum úrslitunum!

Allir að mæta í grænu!

Saga Reykjanesbæjarliðanna er ólík þegar kemur að Laugardalshöll, Keflavík er það lið sem oftast hefur unnið bikarinn eða alls 14 sinnum en Njarðvíkurkonur hafa einu sinni unnið bikarinn. Nú er tímabært að bæta öðrum bikartitlinum við!

Við viljum sjá alla í Höllinni í dag, þeir sem ekki eiga kost á því að koma á leikinn geta fylgst með í beinni útsendingu hjá RÚV.

Stuðningsmannasveitin Hvítu Ljónin mæta með læti og við tökum öll vel undir með þeim – styðjum Njarðvík til sigurs.

Fyrir fánann og UMFN
#ÁframNjarðvík

Eftirtaldir aðilar styðja kvennalið Njarðvíkur í bikarbaráttunni í dag!
Print26853206_10155860478375943_731834136_oAG Seafood logo 2015  BL_logo_nyttHonda - Karfan Hug logo Icelandair Cargo

islenska_gamafelagid_logo JRJ logo kaffitar_square_highres klaki_logo logo-keilir-is Nýtt LOGO TSA lítið RE_logoVíkurásRafholt-logo-1netto-logo-epli-bl-bakgr sparrilogo d5441e507a4cb1154f0531653c5c4b28oKhJwvPp