Bolti, borgarar og Njarðvík-Tindastóll í kvöldPrenta

UMFN

Njarðvík tekur á móti toppliði Tindastóls í Bónusdeild karla í kvöld kl. 19:15. Leikurinn fer fram í IceMar-Höllinni og verða borgarar á boðstólunum frá kl. 18.00. Miðasala er á Stubbur app.

Fjölmennum í IceMar-Höllina í kvöld því þetta er síðasti heimaleikurinn hjá Ljónunum fyrir úrslitakeppnina og tvö risastór stig í boði þetta kvöldið.

Fyrir leikinn í kvöld eru Tindastóll og Stjarnan á toppi deildarinnar með 30 stig en Njarðvík með 26 stig í 3. sæti en bæði Valur og Grindavík sækja fast að þriðja sætinu svo það dugir ekkert minna en fullt hús, alvöru læti og tvö stig í kvöld!

Sjáumst á besta skemmtistað bæjarins!

#FyrirFánann