Bónusdeildin hefst aftur í kvöld: Njarðvík-Þór ÞorlákshöfnPrenta

Körfubolti

Keppni í Bónus-deild karla hefst á nýjan leik í kvöld eftir jólafrí. Njarðvíkurljónin fá þá Þór Þorlákshöfn í heimsókn í IceMar-Höllina kl. 19:15.

Viðureign kvöldsins er í 12. umferð deildarinnar þannig að síðari hluti deildarkeppninnar hefst í kvöld. Fyrir leik kvöldsins eru okkar menn í Njarðvík í 3.-7. sæti deildarinnar með 12 stig eins og Þór Þorlákshöfn en önnur lið með 12 stig um þessar mundir eru einnig KR, Grindavík og Keflavík.

Hér eru tvö rándýr stig á ferðinni gott fólk svo það er lag að fjölmenna og styðja vel við bakið á Njarðvík. Sjáumst á besta skemmtistað bæjarins, IceMar-Höllinni, áfram Njarðvík!

Stattnördarnir á Facebook höfðu þennan mola fyrir okkur fyrir leik kvöldsins: Njarðvík hefur fengið Þór Þ. 15 sinnum í heimsókn og unnið 11 sinnum en Þór 4 sinnum