Njarðvík-Grindavík fimmtudagskvöldið 7. janúar í Ljónagryfjunni kl. 19:15. Það verða grillaðir borgarar frá kl. 18:00 og iðkendur í minnibolta Njarðvíkur munu slá skjaldborg um völlinn í upphitun. Leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport og von á brimsöltum Suðurnesjaslag enda bæði lið að koma af gríðarlega sterkum sigrum. Njarðvík með tvö dýr stig eftir rassskellingu á KR í DHL-Höllinni og Grindavík með heimasigur í farteskinu gegn Tindastól. Ef þetta veit ekki á rosalegan fimmtudag þá er vart nokkuð sem gerir það. Þú mætir!
Eins og við sáum í síðasta leik fékk okkar nýji liðsmaður Eric Katenda sína eldskírn og sýndi þar nokkra góða takta. Hann hefur verið í óðaönn við að slípa sig að leik liðsins síðan hann kom til landsins og bindur félagið mikla von við að það gangi fljótt og örugglega.
Okkar menn eiga í svakalegri toppbaráttu og hver einasti leikur hér eftir afar þýðingarmikill í baráttunni fyrir deildarmeistaratitlinum. Leikurinn á fimmtudag gegn Grindavík er síðasti leikur fyrir bikar- og landsleikjahlé en eftir fimmtudaginn eru undanúrslit í Geysisbikarnum gegn KR þann 14. febrúar og liðið leikur svo ekki deildarleik fyrr en aftur í marsmánuði. Nú mæta allir, fulla Gryfju og styðjum okkar menn í baráttunni fyrir tveimur dýrum stigum.
Hér er svo Facebook-viðburður fyrir leikinn, endilega skráið ykkur. Við minnum einnig á að hægt er að kaupa miða á leikinn í gegnum Síminn-Pay appið. Þá minnum við alla á að kíkja líka á Facebook-viðburðinn okkar fyrir undanúrslitin í bikarnum og tryggja sér þar miða en í gegnum þessa gátt rennur allt söluandvirði miða til KKD UMFN.
#ÁframNjarðvík #Ljónin