Brynjar Atli gerir tveggja ára leikmannasamningPrenta

Fótbolti

Brynjar Atli Bragason skrifaði undir tveggja ára leikmannasamning við Njarðvík í dag. Brynjar Atli sem er 16 ára er með efnilegri yngri markmönnum á Íslandi í dag og hefur æft og keppt með Njarðvík frá því í 7. flokki. Brynjar Atli fer á föstudaginn til Finnlands með U 17 ára landsliðinu þar sem það keppir á UEFA mót í Eerikkilä.

Við óskum Brynari Atla til hamingju með samninginn og óskum honum góðs gengis í Finnlandi.

Mynd/ Brynjar Atli Bragason