Carmen fann sig vel á gamla heimavellinumPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurkonur léku sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar liðið varð að lúta í lægra haldi gegn Skallagrím, loktaölur 66-84 gestina í vil og Carmen Tyson-Thomas skilaði stórum tölum að vanda með 32 stig, 22 fráköst, 4 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 4 varin skot í liði gestanna. Hrund Skúladóttir kom sterk inn af bekknum fyrir Njarðvík með 17 stig og 5 fráköst.

Erika Williams átti afar erfitt uppdráttar í leiknum en þó má geta þess að 11 af 12 leikmönnum skoruðu í kvöld og Njarðvíkurliðið átti margar sterkar rispur en vantaði oft herslumuninn til að fikra sig upp að hlið gestanna.

Næsti leikur Njarðvíkurliðsins er á útivelli þann 7. október næstkomandi gegn Haukum kl. 17:15 í Hafnarfirði.

Tölfræði leiksins í kvöld

Njarðvík-Skallagrímur 66-84 (18-26, 18-20, 14-16, 16-22)
Njarðvík: Hrund Skúladóttir 17/5 fráköst, María Jónsdóttir 12, Björk Gunnarsdótir 8/6 stoðsendingar, Hulda Bergsteinsdóttir 7/4 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 6, Aníta Eva Viðarsdóttir 4, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4, Erika Ashley Williams 2/8 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 2, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.
Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 32/22 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 16/5 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 14/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/7 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 8, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aron Rúnarsson
Áhorfendur: 250

Mynd/ Skúli – Erna Freydís sækir að körfu Skallagríms í kvöld.