Mánudaginn 26. febrúar næstkomandi fer KKD UMFN í dósasöfnun í Njarðvikurhverfi. Við hvetjum ykkur öll til að taka vel á móti leikmönnum meistaraflokka félagsins og stjórnarliðum er þau arka um bæinn. Dósasöfnunin fer fram frá c.a. 18:00-21:00. Þeir sem verða ekki heima á þessum tíma en vilja láta dósir af hendi rakna geta skilið þær eftir í pokum fyrir utan húsnæðið sitt og við munum safna þeim saman samviskusamlega.
Með fyrirfram þökk
Stjórn KKD UMFN