Dregið á morgun eða miðvikudag í jólahappdrætti körfunnarPrenta

Körfubolti

Af óviðráðanlegum orsökum var ekki hægt að draga í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fyrir helgi. Sökum veikinda hjá Sýslumannsembættinu sem sér um dráttinn þarf að fresta til morguns eða miðvikudags. KKD UMFN biðst velvirðingar á þessum töfum og þakkar um leið góðar mótttökur í jólahappdrættinu sem er mikilvæg fjáröflun í starfsemi deildarinnar ár hvert.

Um leið og dregið verður munu vinningsnúmer verða birt hér á umfn.is sem og á samfélagsmiðlum KKD UMFN.