Drengjaflokkur byrja árið með sigriPrenta

Körfubolti

Drengjaflokkur Njarðvíkur sigruðru Fjölni 88-84 í Ljónagryfjunni í fyrsta leik ársins. Njarðvík leiddi allan fyrri hálfleikinn og voru að spila vel saman í vörn og sókn. Strákarnir voru yfir í hálfleik með 7 stigum. Í seinni hálfleik snérist leikurinn Fjölni í hag og komust þeir mest 9 stigum yfir. Okkar strákar komu tilbaka í fjórða leikhluta með flottum varnarleik og sigruðu með 4 stiga mun.
Stigahæstir voru Eyþór Einarsson með 23 stig og Arnór Sveinsson skoraði 18 stgi en þetta var fyrsti leikurinn hans fyrir Njarðvík eftir að hafa skipt úr Keflavík.