Drengjaflokkur gjörsigraði Fjölnir í ótrúlegum leik.Prenta

Körfubolti

Í kvöld áttust við tvö frábær körfuboltalið í Seljaskóla í undanúrslitum Íslandsmótsins, Njarðvík og Fjölnir en miðað við framgang leiksins virtist aðeins vera eitt lið á vellinum og endaði leikurinn 111 : 62 fyrir Njarðvík. Fjölnir sem hafa spilað frábærlega og enduðu í fjórða sæti í vetur, unnu Keflavík örugglega 85 : 59 í 8 liða úrslitum en Fjölnismenn réðu ekki við varnarleik okkar manna og voru þeir neyddir í að gefa frá sér 27 tapaða bolta, þar af 20 stolnir. Sóknarleikurinn var einnig framúrskarandi og var framlag frá öllum leikmönnum liðsins. Þar voru Snjólfur Marel Stefánsson (23 stig og 7/7 skotnýting), Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson (19 stig, 6 fráköst)  Adam Eiður Ásgeirsson (17 stig, 4 fráköst) og Jón Arnór Stefánsson (15 stig, 12 stoðsendingar, 6 stolnir boltar) atkvæðamestir.

Við óskum Drengjaflokki til hamingju með að vera komnir í úrslit og minnum að sjálfsögðu á úrslitaleikinn kl 16:15 í Seljaskóla á morgun. Við vonum að allir Njarðvíkingar sem hafa áhuga á að sjá fallegann liðsbolta og stífpressaða vörn að mæta grænir og styðja okkar menn til sigurs

!!Fyrir Fánann Og UMFN!!

Tölfræði- kki.is

Mynd – Karfan.is

Myndir og myndasafn frá leiknum koma seinna á vef karfan.is*

-ÓBÓ-