Drengjaflokkur kominn áfram í undanúrslit eftir auðveldan sigur gegn Skallagrím 85-54Prenta

Körfubolti

Í kvöld byrjaði úrslitin hjá Drengjaflokk Njarðvíkur er þeir mættu Skallagrím í 8. liða úrslitum. Drengjaflokkur eru deildarmeistarar og eru 6 leikmenn úr flokknum nýbúnir að skrifa undir samning hjá Meistaraflokk Njarðvíkur, ljóst er að framtíðin er björt hjá Njarðvík. Drengjaflokkur hefur unnið 19 leiki en aðeins tapað 2 í 1.deild. Þeir fá á sig langfæst stig á sig af öllum liðunum í deildinni eða 62.8 og skora næstflestu stigin eða 83.8 en efsta liðið skorar aðeins .2 meira eða 84 stig.

Leikurinn í kvöld var mikil skemmtun þó að hann var aldrei spennandi og voru okkar menn leiðandi í öllum sviðum körfuboltans bæði vörn og sókn.  Skallagrímur reyndu að spila svæðisvörn í byrjun leiks til að koma okkar mönnum úr sínum venjulega sóknarleik en hún var fljótlega leyst með flottri boltahreyfingu og litlu drippli. Stórskyttan Adam Eiður Ásgeirsson þakkaði fyrir sig og hélt flugeldasýningu í fyrri hálfleik í boði Skallagríms. Ákvörðun Loga Gunnars þjálfara Drengjaflokks og A-landsliðsmanns að spila aðeins svokallaðan „Pick and roll“ bolta í byrjun leiks stórborgaði sig þar sem heimamenn voru vaðandi í opnum skotfærum allan fyrri hálfleik þar sem svæðisvörn gestanna náði ekki að bregðast nógu skjótt við hröðum sóknarleik heimamanna.

Munur í hálfleik 52-20

Í byrjun seinni hálfleiks kviknaði aðeins á gestunum og settu þeir tvo opna þrista í andlit heimamanna en ekkert meira varð úr því og fljótlega fóru heimamenn aftur í sinn takt og voru þeir Snjólfur Marel Stefánsson og Jón Arnór Sverrison atkvæðamestir í seinni hálfleik og lið gestanna hafði engin svör gegn samspil þeirra tveggja. Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson var gestunum erfiður í frákastabaráttunni og hann gjörsamlega átti teiginn á köflum. Í fjórða leikhluta dróg úr vörn heimamanna og lið gestanna nýtti sér það og vann síðasta leikhluta með 17 stigum. Þeir grænu virkuðu kærulausir í síðasta leikhluta og skoruðu aðeins 7 stig í öllum leikhlutanum sem verður að þykjast afar slakt.

Flautan gall og niðurstaðan var sú að heimamenn Njarðvíkur unnu yfirburða sigur á góðu liði Skallagríms 85-54 og eru þeir komnir áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta sterku liði Fjölnismanna sem vann sinn leik gegn nágrönnunum í Keflavík með yfirburðum 84-59 og verður sá leikur spilaður næstkomandi laugardag í Seljaskóla en tímasetning kemur síðar.

Myndasafn úr leiknum má sjá hér

Tölfræði – kki.is

Myndir – Karfan.is

-ÓBÓ