Drengjaflokkur tapaði eftir framlengingu en stúlknaflokkur vannPrenta

Körfubolti

Njarðvík og Tindastóll áttust við í bikarkeppni drengjaflokks í dag, leikurinn var spennandi og fór í framlengingu og stólarnir sigu framúr á lokasprettinum þar sem skotin voru ekki að detta fyrir okkar menn. Stigahæstu menn leiksins hjá Njarðvík voru Magnús Már Traustason með 35 stig, Ragnar Helgi Friðriksson með 19 stig og Adam Eiður Ásgeirsson með 17 stig. Stigahæstu leikmenn Tindastóls voru Pétur R Birgisson með 26 stig einnig var Viðar Örn Ágústsson með 26 stig, Hannes Másson var með 20 stig. Lokatölur leiksins voru 91- 96 fyrir Tindastól. Stúlknaflokkur spilaði einnig í dag og áttust þar við lið frá sömu félögum í Íslandsmótinu. Leikurinn var jafn til að byrja með, en gestirnir náðu forystunni fyrir hálfleik, heimastúlkur komu til baka í seinnihálfleik og voru yfir til leiksloka. Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Karen Dögg Vilhjálmsdóttir með 20 stig, Hera Sóley Sölvadóttir með 15 stig og Björk Gunnarsdóttir með 13 stig. Sigahæstu leikmenn hjá Tindastóli voru Bríet Lilja Sigurðardótti með 21 stig, Linda Róbertsdóttir með 15 stig. Lokatölur leiksins voru 44-75 fyrir Njarðvík.