Eiður Aron Sigurbjörnsson gengur til liðs við Njarðvík!
Hafsentinn, Eiður Aron hefur gert samning við Knattspyrnudeild Njarðvíkur um að leika með liðinu út árið 2026 hið minnsta.
Eiður sem er 35 ára gamall þarf vart að kynna fyrir íslensku fótboltaáhugafólki, en hann hefur undanfarin ár verið einn allra besti hafsent Bestu deildarinnar í liði Vestra, og varð einmitt bikarmeistari á síðustu leiktíð með þeim.
Eiður er uppalinn Eyjamaður og hóf meistaraflokksferill sinn með ÍBV árið 2008
Eiður lék með ÍBV árin 2008-2011 áður en hann hélt út í atvinnumensku og spilaði með Örebro SK í Svíþjóð, Sandness Ulf í Noregi, Holstein Keil í Þýskalandi áður en hann kom heim til Íslands árið 2016 og hefur síðan þá leikið með Val, ÍBV og nú síðast Vestra.
Eiður hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari, öll skiptin með Val eða árin 2017, 2018 og 2020.
Og eins og áður sagði varð hann bikarmeistari með Vestra í sumar.
Þá á Eiður einn A landsleik fyrir Íslandshönd sem kom í æfingaleik gegn Svíþjóð árið 2019, auk 7 U21 landsleikja.
Alls hefur Eiður leikið 370 leiki á vegum KSÍ á Íslandi og skorað í þeim 21 mark.
247 þeirra hafa komið í efstu deild.
Því er óhætt að segja að um mjög reynslumikinn leikmann er að ræða sem mun koma til með að styrkja Njarðvíkurliðið til muna.
Knattspyrnudeildin býður Eið hjartanlega velkominn til Njarðvíkur, og hlökkum okkur mikið til að sjá hann í grænu og hvítu treyjunni næsta sumar!
