Elsa heimsmeistari í fimmta sinn !Prenta

Lyftingar

Elsa Pálsdóttir keppti í gær og náði þar að taka heimsmeistaratitilinn fimmta árið í röð !

Elsa keppir í -76 kg M3 flokki. Í hnébeygjunni opnaði Elsa á 130 kg, hækkaði í 137,5 kg í annarri og kláraði hnébeygjuna síðan með öruggum 142,5 kg. Þau kíló skiluðu henni gulli í hnébeygju. Í bekkpressunni fóru 60 kg létt upp, í annarri 65 kg en í þriðju bekkpressu vildu 67,5 kg ekki upp að þessu sinni. Lyfta tvö tryggði Elsu silfur í bekkpressu. Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á 160 kg og hækkaði í annarri í 165 kg sem fór örugglega upp. Í þriðja og síðasta deddinu reyndi Elsa við 167,5 kg sem fóru ekki upp. Önnur lyftan skilaði Elsu samt gulli í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur varð 372,5 kg sem tryggði Elsu gull og heimsmeistaratitlinum fimmta árið í röð !!

Aldeilis glæsilegur árangur. Innilega til hamingju með verðlaunin og heimsmeistaratitilinn, Elsa !

Hlökkum til að fylgjast með Elsu keppa í búnaði þann 17.október klukkan 11:00 að íslenskum tíma.