Elsa tvöfaldur HeimsmeistariPrenta

Lyftingar

Elsa mætti á pallinn í gær 17.október til að taka þátt í kraftlyftingum með búnaði.

Í hnébeygju opnaði hún á þægilegum 140 kg og í annarri kláraði hún örugglega 160 kg lyftu.

Í þriðju hnébeygju voru 170.5 kg sett á stöngina, tilraun til heimsmets

Elsa sýndi þar hvað hún er gerð úr og kláraði beygjuna glæsilega. Heimsmet og nýtt Íslandsmet í hús.

Í bekkpressu opnaði Elsa á 65 kg sem flugu upp. Í annarri lyfti hún 72,5 kg sem fór jafnvel upp og fyrsta. Í þriðju bekkpressunni hækkaði Elsa upp í 80 kg sem hún kláraði glæsilega.

Í réttstöðulyftu opnaði Elsa á flottum 160 kg. Í annarri réttstöðu hækkaði hún í 175 kg sem hún kláraði vel. Í lokalyftunni voru 183 kg sett á stöngina, tilraun til að bæta eigið heimsmet, en því miður þá náði Elsa ekki að klára lyftuna.

Samanlagður árangur varð 425,5 kg sem er jöfnun á hennar besta en þessi kíló tryggðu Elsu gull og heimsmeistaratitil

Innilega til hamingju með glæsilegt mót, heimsmetið og heimsmeistaratitilinn, Elsa